ÞJÓNUSTA ÉXITO
Lögð er áhersla á þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki og stofnanir. Annars vegar þjónustu við stjórnendur með stjórnendaráðgjöf, mannauðráðgjöf og mannauðsstjóra að láni með áherslu á skipulag, umbætur, vottanir og gæði og hins vegar stjórnenda- og leiðtogamarkþjálfun auk annarra verkfæra til að efla mannauðinn.
Stjórnendaráðgjöf
Er fyrirtækið þitt búið að vaxa umfram innri getu til að taka við þeim vexti? Á hvaða leið er fyrirtækið? Hvaða innviði þarf að styrkja? Hvaða ferla þarf að laga? Hvaða hæfni eða þekkingu vantar inn í starfsmannahópinn? Hvar liggja tækifærin? Þegar stjórnendur standa frammi fyrir svona spurningum er gott að staldra við og rýna inn á við.
Mannauðsráðgjöf og sérfræðiþekking
Er þörf á að koma skipulagi á ýmis starfsmannamál ? Eru til ráðningasamningar og starfslýsingar? Er verið að fylgja lögum og reglum á sviði vinnuverndar, jafnréttismála og persónuverndar?
Éxito veitir ráðgjöf á breiðu sviði mannauðsmála og aðstoðar við að kortleggja stöðuna og móta áætlun um framhaldið.
Rekur þú lítið eða meðalstórt fyrirtæki eða stofnun og vantar aðstoð með ýmis starfsmannamál? Éxito býður upp á mannauðsstjóra að láni til lengri eða skemmri tíma sem hentar litlum og meðalstórum fyrirtækjum og stofnunum. Sú þjónusta tekur mið af aðstæðum viðskiptavina og sinnum við ýmist föstum verkefnum eða tímabundnum í samræmi við þarfir þeirra hverju sinni. Fyrirtæki og stofnanir geta með þessum hætti nýtt víðtæka þekkingu og reynslu okkar af stjórnun mannauðsmála.
Stjórnenda- og leiðtogamarkþjálfun
Stendur þú eða fyrirtækið þitt frammi fyrir áskorun? Viltu gera breytingar hjá þér persónulega eða sem stjórnanda, einstaklingunum í teyminu þínu eða fyrirtækinu? Markþjálfun gæti verið lykillinn að breytingum til árangurs.
Klínísk Dáleiðsla
Klínísk Dáleiðsla er verkfæri sem nýtist vel til að finna hvað heldur aftur af fólki og hindrar framgang og losa um þessar hömlur.
Notast er við Hugræna endurforritun sem er mögnuð leið til að bæta líðan og heilsu og sumum finnst þeir upplifa kraftaverk í þessari meðferð.
EMDR meðferðarvinna
EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) er meðferð sem gerir fólki kleift að losna við einkenni og tilfinningalega vanlíðan sem er afleiðing truflandi lífsreynslu.
Af hverju velja Éxito?
Tölurnar tala sínu máli
Verkefnin eru fjölmörg og á mjög breyðu sviði mannauðsmála, gæða- og þjónustustjórnunar, stjórnenda- og einstaklingsmarkþjálfunar. Guðbjörg byggði nánast upp frá grunni þá verkferla sem tilheyra mannauðs- og gæðasviði hjá síðasta vinnuveitanda. Hún innleiddi mannauðslausnir, ráðningakerfi og Hogan persónuleikapróf við ráðningar til að auka réttmæti þeirra og ýmislegt fleira til að styrkja sviðið. Hún byggði upp gæðakerfi og bar ábyrgð á rekstri þess auk þess að eiga stóran hluta verklagsreglna tengt hennar sviðum sem þurfti að vakta og uppfæra. Hún hefur leitt ýmis verkefni m.a. framleiðslu á fræðslumyndbandi sem nýtt er við móttöku nýliða, fræðslustjóra að láni, innleiðingu á vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins og jafnlaunavottun svo fátt eitt sé nefnt. Einnig hefur hún leitt ýmsa umbótahópa og verið formaður ýmissa nefnda. Sem stjórnandi með mannaforráð lagði hún megináherslu á að efla hvern einstakling og styrkja þannig að hann yrði sálfstæður og öflugur leiðtogi. Öll þau verkefni sem Guðbjörg hefur komið að hafa leitt af sér skýra verkferla, faglegra starf og sterkari liðsheild í mjög svo krefjandi umhverfi.
Umsagnir viðskiptavina vitna um ágæti þeirrar þjónustu sem Éxito stendur fyrir. Brugðist er skjótt við öllum fyrirspurnum og hollustu heitið öllum þeim sem til okkar leita.
200+
Verkefnum lokið
100+
Ánægðir viðskiptavinir
20
Ára stjórnunarreynsla