Klínísk Dáleiðsla og EMDR
Í sumum tilfellum virkar markþjálfun ekki á einstaklinga, eins og einhver fyrirstaða sé fyrir framgangi og þróun. Ástæðan fyrir slíku getur legið í áföllum sem fólk hefur upplifað á lífsleiðinni. Flest verðum við fyrir einhverjum áföllum í lífinu. Heilinn okkar vinnur úr þeim flestum sem betur fer en það er ekki alltaf svo. Margir eru að glíma við afleiðingar áfalla sem oft eiga rætur í æsku en einnig síðar á lífsleiðinni. Ef ekki er búið að vinna úr áföllunum eða geta þau hindrað einstaklinga í að ná settum markmiðum, hindrað framgöngu og haft áhrif á samskipti og líðan.
Mikil vitundarvakning er meðal stjórnenda um að veita góðan stuðning inn á vinnustað þegar kemur að andlegri og líkamlegri vellíðan og velferð starfsfólks og á klínísk dáleiðsla og EMDR meðferðarvinna klárlega erindi sem valmöguleiki.
Klínísk Dáleiðsla er verkfæri sem nýtist vel til að finna hvað heldur aftur af fólki og hindrar framgang og losa um þessar hömlur. Hugræn endurforritun er notuð í vinnu með einstaklingum en hún er öflug dáleiðslumeðferð sem Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri DÍ hefur þróað með hliðsjón af nýjustu rannsóknum í taugafræði. Meðferðin hefur reynst mjög áhrifarík í vinnu með:
Í meðferðinni er unnið með “innri styrk” dáleiðsluþega en með honum er hægt að finna upptök vandamála og losa dáleiðsluþega undan þeim.
- afleiðingar áfalla
- kvíða
- streitu
- svefnvanda
- þyngdarstjórnun
- vefjagigt
- mígreni
- ofnæmi
- tengslarof
- ýmiskonar fælni
- og ekki síður til að losna við fíkn og efla innri styrk og innsæi sem og að bæta frammistöðu og árangur
- önnur vandamál af sálrænum og sálvefrænum toga
Í meðferðinni er unnið með “innri styrk” dáleiðsluþega en með honum er hægt að finna upptök vandamála og losa dáleiðsluþega undan þeim.
Hugræn endurforritun er mögnuð leið til að bæta líðan og heilsu og sumum finnst þeir upplifa kraftaverk í þessari meðferð.
EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) er meðferð sem gerir fólki kleift að losna við einkenni og tilfinningalega vanlíðan sem er afleiðing truflandi lífsreynslu.
EMDR felur í sér vinnu á hegðunar-, hugrænum, tilfinningalegum og líkamlegum þáttum í upplifun einstaklingsins. EMDR virkar vel þegar hún er hluti af samþættri dáleiðsluaðferð en EMDR er í grunnin unnin án formlegrar dáleiðslu, með skjólstæðinginn vel tengdan (associated) ólíkt klínískri dáleiðslu þar sem aftenging (dissociation) er lykilatriði.
EMDR býður upp skjótan og skilvirkan meðferðarárangur á ýmsum sviðum, allt frá kvíða og áföllum sem og til notkunar í íþróttum til að bæta árangur.
VitnisburðUr
Það sem viðskiptavinir eru að segja
GA
Ingibergur Þorkellsson - Eigandi og skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands
GÓ
JJ
SH
GA
GI