MANNAUÐSSTJÓRI AÐ LÁNI
Rekur þú lítið eða meðalstórt fyrirtæki eða stofnun og vantar aðstoð með ýmis starfsmannamál? Éxito býður upp á mannauðsstjóra að láni til lengri eða skemmri tíma sem hentar litlum og meðalstórum fyrirtækjum og stofnunum. Sú þjónusta tekur mið af aðstæðum viðskiptavina og sinnum við ýmist föstum verkefnum eða tímabundnum í samræmi við þarfir þeirra hverju sinni. Fyrirtæki og stofnanir geta með þessum hætti nýtt víðtæka þekkingu og reynslu okkar af stjórnun mannauðsmála. Þau verkefni sem fallið geta undir verkefni mannauðsstjóra að láni eru til dæmis:
- frammistöðustjórnun
- fræðsluáætlun
- jafnlaunavottun
- ánægjumælingar
- ráðningar
- starfslýsingar
- aðstoð við auglýsingar og viðtöl
- starfslokaráðgjöf
- starfslokasamningar og aðstoð við uppsagnir
- þróun og innleiðing frammistöðumats og snerpusamtala
- kjaramál