Klínísk Dáleiðsla og EMDR

Í sumum tilfellum virkar markþjálfun ekki á einstaklinga, eins og einhver fyrirstaða sé fyrir framgangi og þróun. Ástæðan fyrir slíku getur legið í áföllum sem fólk hefur upplifað á lífsleiðinni. Flest verðum við fyrir einhverjum áföllum í lífinu. Heilinn okkar vinnur úr þeim flestum sem betur fer en það er ekki alltaf svo. Margir eru að glíma við afleiðingar áfalla sem oft eiga rætur í æsku en einnig síðar á lífsleiðinni. Ef ekki er búið að vinna úr áföllunum eða  geta þau hindrað einstaklinga í að ná settum markmiðum, hindrað framgöngu og haft áhrif á samskipti og líðan.

 

Mikil vitundarvakning er meðal stjórnenda um að veita góðan stuðning inn á vinnustað þegar kemur að andlegri og líkamlegri vellíðan og velferð starfsfólks og á klínísk dáleiðsla og EMDR meðferðarvinna klárlega erindi sem valmöguleiki.

hypnosis, clock, pocket watch-4041582.jpg

Klínísk Dáleiðsla er verkfæri sem nýtist vel til að finna hvað heldur aftur af fólki og hindrar framgang og losa um þessar hömlur. Hugræn endurforritun er notuð í vinnu með einstaklingum en hún er öflug dáleiðslumeðferð sem Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri DÍ hefur þróað með hliðsjón af nýjustu rannsóknum í taugafræði. Meðferðin hefur reynst mjög áhrifarík í vinnu með:

Í meðferðinni er unnið með “innri styrk” dáleiðsluþega en með honum er hægt að finna upptök vandamála og losa dáleiðsluþega undan þeim.

    • afleiðingar áfalla
    • kvíða
    • streitu
    • svefnvanda
    • þyngdarstjórnun
    • vefjagigt
    • mígreni
    • ofnæmi
    • tengslarof
    • ýmiskonar fælni
    • og ekki síður til að losna við fíkn og efla innri styrk og innsæi sem og að bæta frammistöðu og árangur
    • önnur vandamál af sálrænum og sálvefrænum toga

Í meðferðinni er unnið með “innri styrk” dáleiðsluþega en með honum er hægt að finna upptök vandamála og losa dáleiðsluþega undan þeim.

Hugræn endurforritun er mögnuð leið til að bæta líðan og heilsu og sumum finnst þeir upplifa kraftaverk í þessari meðferð.

 

EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) er meðferð sem gerir fólki kleift að losna við einkenni og tilfinningalega vanlíðan sem er afleiðing truflandi lífsreynslu.

 

EMDR felur í sér vinnu á hegðunar-, hugrænum, tilfinningalegum og líkamlegum þáttum í upplifun einstaklingsins.  EMDR virkar vel þegar hún er hluti af samþættri dáleiðsluaðferð en EMDR er í grunnin unnin án formlegrar dáleiðslu, með skjólstæðinginn vel tengdan (associated) ólíkt klínískri dáleiðslu þar sem aftenging (dissociation) er lykilatriði.  

 

EMDR býður upp skjótan og skilvirkan meðferðarárangur á ýmsum sviðum, allt frá kvíða og áföllum sem og til notkunar í íþróttum til að bæta árangur.

 
VitnisburðUr

Það sem viðskiptavinir eru að segja

“Ég fékk ábendingu um starfsemi Guðbjargar frá vinkonu minni þegar ég var að leita að markþjálfa. Eftir stutt samtal við Guðbjörgu ákvað ég að fara í dáleiðslumeðferð eða Hugræna endurforritun undir hennar handleiðslu. Þetta var mjög áhugavert ferli sem kenndi mér margt um sjálfa mig sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir og hefur gefið mér verkfæri til að vinna áfram með við frekari sjálfsvinnu. Ég mæli með vinnubrögðum og viðmóti Guðbjargar, hún er bæði athugul og nærgætin en á sama tíma mjög vandvirk og handleiðsla hennar var fumlaus og mjög fagleg. Eftir meðferðina hef ég haldið áfram að nota þau verkfæri sem ég lærði á í meðferðinni og þau hafa nýst mér vel.”

GA

“Guðbjörg hóf nám í dáleiðslu 2020 og lauk framhaldsnámi í klínískri meðferðardáleiðslu vorið 2021. Hún fór strax eftir útskrift að vinna sem meðferðaraðili og hefur tekið á móti á þriðja tug dáleiðsluþega. Árangur hennar í meðferðarvinnu með einstaklingum hefur verið góður og liggja vitnisburðir frá dáleiðsluþegum fyrir um hennar ágæti. Því get ég mælt með Guðbjörgu sem klínískum dáleiðanda.”

Ingibergur Þorkellsson - Eigandi og skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands

“Ég pantaði mér tíma hjá Guðbjörgu eftir að hafa lesið mér til um hugræna endurforritun og heyrt um ágæti Guðbjargar á því sviði. Mín meðferð gekk út á að vinna á þrálátum heilsufarslegum einkennum sem rakin höfðu verið til mikils álags. Eftir 3 tíma meðferð fann ég mikinn mun; líkamleg einkenni höfðu minnkað, ég svaf betur, fann fyrir meiri ró og sat betur í sjálfri mér. Nú er liðinn rúmur mánuður og árangurinn hefur ekki gengið til baka. Ég er Guðbjörgu afar þakklát og mæli heilshugar með meðferð hjá henni.”

"Ég kom til Guðbjargar vegna innri óróa og flókinna ytri aðstæðna. Það er skemmst frá því að segja að á stuttum tíma náði ég ró í líkama og sál, vandamálin urðu yfirstíganlegri og sum hurfu alveg. Ég gat allt í einu staðið með sjálfri mér, sagt frá rólega og ákveðið, ekki í æsingi og sorg eins og oft áður. Einnig hef ég losnað við hræðslu við ýmislegt en ég var hrædd við svo margt og meðal annars hunda. Ég hef ekki getað sannreynt allt sem ég var hrædd við, en ég er núna óhrædd við hunda. Yfir mér er mikill léttir og ró og ég geri ekki eins mikið úr málunum eins og ég gerði áður fyrr, sé hlutina meira í fjarlægð. Það er góð tilfinning, ákveðinn léttir. Ég er þakklát fyrir að hafa farið til Guðbjargar og verð henni ævinlega þakklát fyrir það hvernig hún leiddi mig í gegnum þröskuldana sem ég hafði plantað hingað og þangað. Hún er góður dáleiðari, einstaklega þolinmóð, hefur hlýja og orkumikla orku samhliða að hún hvílir vel í sjálfri sér."

JJ

"Hef leitað hjálpar á ýmsum vettvangi sem hafa hjálpað en alltaf vantaði eitthvern herslumun. Við álag fór allt í streituástandið aftur. Ég ákvað að prófa dáleiðslu og fór algerlega tilbúin til að deila mínu og taka við þeirri hjálp sem ég gæti fengið. Undirbúningurinn var faglegur og þegar kom að dáleiðslunni var hún ótrúlega auðveld. Gömul mál sem sátu föst á "harða diskinum" komu upp á yfirborðið og jafnvel orð og ljót samskipti komu og voru sett til hliðar til að láta mig í friði. Mesti árangurinn fannst mér vera sá að losna við að niðurlægja sjálfan mig með gömlu rugli sem spruttu upp þegar viðkvæmni var mest. Að læra að taka á uppnámi og óróleika sem gat sprottið upp við ákveðnar aðstæður var frábært og varð til þess að ég var almennt miklu rólegri og sáttari og náði betri tökum á daglega lífinu. Svefninn var tekinn sérstaklega og það hefur hjálpað hægt og rólega en er ekki alveg komið á rétt ról. Eftirfylgni eftir hvern tíma var góð og þar sá maður svart á hvítu hvernig ástandið hafði lagast eða/og hvað ætti að vinna með næst. Takk fyrir mig."

SH

"Ég fékk ábendingu um starfsemi Guðbjargar frá vinkonu minni þegar ég var að leita að markþjálfa. Eftir stutt samtal við Guðbjörgu ákvað ég að fara í dáleiðslumeðferð eða Hugræna endurforritun undir hennar handleiðslu. Þetta var mjög áhugavert ferli sem kenndi mér margt um sjálfa mig sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir og hefur gefið mér verkfæri til að vinna áfram með við frekari sjálfsvinnu. Ég mæli með vinnubrögðum og viðmóti Guðbjargar, hún er bæði athugul og nærgætin en á sama tíma mjög vandvirk og handleiðsla hennar var fumlaus og mjög fagleg. Eftir meðferðina hef ég haldið áfram að nota þau verkfæri sem ég lærði á í meðferðinni og þau hafa nýst mér vel."

GA

"Ég leitaði til Guðbjargar eftir ábendingu frá vinkonu sem var mjög ánægð með hennar meðferð. Guðbjörg vekur hjá manni traust og öryggi strax við fyrstu kynni. Hún er hlý og manneskjuleg. Ég fór í 3 tíma sem hafa reynst mér mjög vel. Hef fulla trú á að vinna með þann lærdóm í framtíðinni. Ég mæli hiklaust með henni! Með þakklæti."

GI