UM ÉXITO

Éxito sérhæfir sig í stjórnenda- og mannauðsráðgjöf, stjórnenda- og leiðtogaþjálfun fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja létta á sínum byrðum, fá betri sýn og bæta árangur. Við búum að 20 ára reynslu af stjórnun sem og akademískri þekkingu úr stjórnendafræðum, sálfræði, viðskiptafræði og gæðastjórnun auk stjórnendamarkþjálfunar. Lögð er áhersla á að veita vandaða þjónustu á sviði stjórnunar og mannauðslausna. Við veitum viðskiptavinum ráðgjöf sem skilar árangri. Þær aðferðir sem við notum eru sérsniðnar að hverju og einu fyrirtæki eða stofnun, stjórnanda og einstaklingi allt eftir því sem vinna á með hverju sinni.

 

Sýnin Mín

Að Éxito sé fyrsti valmöguleiki sem kemur upp hjá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum þegar leitað er að stjórnenda- eða mannauðsráðgjafa, mannauðsstjóra, stjórnenda- og leiðtogamarkþjálfa, klínískum dáleiðanda og EMDR meðferðaraðila því við berum umhyggju fyrir fólki og fyrirtækjum og höfum áhuga á að bæta líf og störf þeirra sem þess þarfnast. Við losum um birgðar, léttum lífið og gerum það bjartara (lighter, brighter life without burdens).

Markmið Mitt

Að mæta fyrirtækjum og einstaklingum út frá þeirri þörf sem er til staðar og veita þeim framúrskarandi þjónustu.

Gildin Mín

Hollusta – Fagmennska – Vöxtur Ég sýni viðskiptavinum mínum hollustu. Ég bý yfir sérfræðiþekkingu og vinn af fagmennsku. Ég mæti þörfum viðskiptavina og hjálpa þeim að vaxa.

Guðbjörg Erlendsdóttir

Reyndur stjórnandi, Stjórnendaráðgjafi, Mannauðsráðgjafi, Mannauðsstjóri, Stórnenda- og leiðtogaþjálfi.

Guðbjörg er stofnandi og eigandi Éxito. Hún starfar þar sem framkvæmdastjóri, stjórnenda- og mannauðsráðgjafi, stjórnenda- og leiðtogaþjálfi.

Guðbjörg er með MSc gráðu í viðskiptafræði (stjórnun og stefnumótun), BA gráðu í sálfræði með viðskiptafræði sem aukagrein og diploma í gæðastjórnun frá EHÍ. Guðbjörg er stjórnendamarkþjálfi (e. Executive coaching) frá Opna Háskólanum í HR og Coach University og var með ACC vottun frá International Coach Federation (ICF) til ársins 2020. Umsókn hennar um endurvottun er í vinnslu hjá ICF. Hún er einnig vottaður NLP markþjálfi frá Bruen, LET stjórnenda- og samskiptaþjálfi frá GTI og Klínískur Dáleiðandi frá DÍ og með EMDR frá sama skóla undir handleiðslu Dr. Kate Beaven-Marks.

Guðbjörg hefur um 20 ára reynslu sem stjórnandi. Bæði hjá SMFR og hjá Hreint ehf starfaði hún sem stjórnandi þar sem hún annars vegar bar ábyrgð á rekstri, faglegu starfi og starfsmannahaldi og hins vegar síðustu 14 árin sem starfsmanna-, gæða- og þjónustustjóri. Í störfum sínum sem stjórnandi hjá Hreint ehf kom hún á meginferlum sem vörðuðu mannauðsmál auk þess að innleiða mannauðslausnir og kerfi til að stýra betur þeim málaflokki. Hún sá einnig um innleiðingu og rekstur gæðakerfis tengt vottun Svansins. Frá 2014 hefur hún einnig starfað sem einstaklings- og stjórnendamarkþjálfi og frá 2021 sem klínískur dáleiðandi. Á árunum 2010-2013 var Guðbjörg prófdómari við Viðskiptafræðideild á Félagsvísindasviði HÍ við mat á meistararitgerðum nemenda í viðskiptafræði.

Síðustu 20 árin hefur Guðbjörg gengt ýmsum trúnaðarstörfum. Hún var í stjórn MAESTRO og sat fyrir hönd félagsins í stjórn Viðskiptafræðistofnunar. Hún var meðstjórnandi í Flóru, félag mannauðsstjóra á Íslandi (nú Mannauður – félag mannauðsfólks á Íslandi). Hún var í meistaraflokksráði kvennaknattspyrnu Gróttu og í stjórn FMÍ (nú ICF á Íslandi). Hún er nú í varastjórn Félags Klínískra Dáleiðenda og í siðanefnd félagsins.

Guðbjörg hefur markþjálfað bæði einstaklinga og stjórnendur frá árinu 2014 og eru viðfangsefnin breytileg en sem dæmi má nefna: viðskiptaáskoranir, jafnvægi milli vinnu og einkalífs, leiðtogahæfni, samskipti, hamingja, starfsval, starfsþróun og tímastjórnun.

 

Af hverju velja Éxito?

Tölurnar tala sínu máli

Verkefnin eru fjölmörg og á mjög breyðu sviði mannauðsmála, gæða- og þjónustustjórnunar, stjórnenda- og einstaklingsmarkþjálfunar. Guðbjörg byggði nánast upp frá grunni þá verkferla sem tilheyra mannauðs- og gæðasviði hjá síðasta vinnuveitanda. Hún innleiddi mannauðslausnir, ráðningakerfi og Hogan persónuleikapróf við ráðningar til að auka réttmæti þeirra og ýmislegt fleira til að styrkja sviðið. Hún byggði upp gæðakerfi og bar ábyrgð á rekstri þess auk þess að eiga stóran hluta verklagsreglna tengt hennar sviðum sem þurfti að vakta og uppfæra. Hún hefur leitt ýmis verkefni m.a. framleiðslu á fræðslumyndbandi sem nýtt er við móttöku nýliða, fræðslustjóri að láni, innleiðingu á vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins og jafnlaunavottun svo fátt eitt sé nefnt. Einnig hefur hún leitt ýmsa umbótahópa og verið formaður ýmissa nefnda. Sem stjórnandi með mannaforráð lagði hún megináherslu á að efla hvern einstakling og styrkja þannig að hann yrði sjálfstæður og öflugur leiðtogi. Öll þau verkefni sem Guðbjörg hefur komið að hafa leitt af sér skýra verkferla, faglegra starf og sterkari liðsheild í mjög svo krefjandi umhverfi.

Umsagnir viðskiptavina vitna um ágæti þeirrar þjónustu sem við stöndum fyrir. Við bregðumst skjótt við öllum fyrirspurnum og heitum hollustu öllum þeim sem leita til okkar.

200+

Verkefnum lokið

100+

Ánægðir viðskiptavinir

20

Ára stjórnunarreynsla