Ég heiti Guðbjörg Erlendsdóttir og er stofnandi og eigandi Éxito. Ég legg áherslu á fyrsta flokks þjónustu í stjórnendaráðgjöf og leiðtoga- og stjórnendamarkþjálfun fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ég kem tímabundið inn í verkefni og þá í bland ráðgjöf og vinna að þeim verkefnum sem þarf að vinna. Ég er gríðarlega stolt af árangrinum og frábærum ummælum frá viðskiptavinum í gegnum árin. Ég er sérfræðingur sem losar þig undan þeim áhyggjum sem felast í þeim fjölbreyttu verkefnum sem þú sem stjórnandi ert að fást við hjá ört stækkandi fyrirtæki eða stofnun. Ég sérhæfi mig meðal annars í stjórnenda- og mannauðsráðgjöf, stjórnenda- og leiðtogamarkþjálfun fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja létta á sínum byrðum, fá betri sýn og bæta árangur. 

Ég bý að 20 ára reynslu af stjórnun sem og akademískri þekkingu úr stjórnendafræðum, sálfræði, viðskiptafræði, gæðastjórnun, stjórnendamarkþjálfun og LET leiðtoga- og samskiptaþjálfun. Ég legg áherslu á að veita vandaða þjónustu á sviði stjórnunar og mannauðslausna og veiti viðskiptavinum ráðgjöf sem skilar árangri. Þær aðferðir sem ég nota eru sérsniðnar að hverju og einu fyrirtæki eða stofnun, stjórnanda og einstaklingi allt eftir því sem vinna á með hverju sinni. Stuðst er við ýmsar aðferðir úr stjórnendafræðunum sem sýnt hafa fram á að skili góðum árangri s.b. aðferðafræði Kotters við breytingastjórnun sem og stjórnendamarkþjálfun (e. executive coaching), NLP markþjálfun, LET stjórnenda- og samskiptaþjálfun og Hugræna endurforritun.